Myndlistarskóli Kópavogs óskar landsmönnum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Síðasti kennsludagur fyrir Jól er 11. desember. Kennsla byrjar aftur 6. janúar 2022.
Skráning á sumarnámskeiðin er í gangi. Sumarnámskeiðin byrja 7. júní.
Myndlistarskóli Kópavogs
Námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna
Námskeið 2023
Haustnámskeiðin 2023 byrja 18. september. Námskeiðsskráning er í gangi á vefsíðu skólans. Námskeið sem eru í boði: Barna- og unglinganámskeið; teiknun, málun og mótun. Fullorðinsnámskeið: Olíumálun, vatnslitun, teiknun og leirmótun.
Hugsjón skólans
Hugsjón skjólans er að nemendur finni að þeir eru alltaf velkomnir í notalegt vinnuumhverfi. Við leggjum áherslu á persónuleg samskipti og persónulegt umhverfi. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að nemendum okkar líði vel í skólanum. Við trúum því að það sé mikilvæg undirstaða fyrir frelsi og öryggi í sköpun.
Skólinn
Myndlistarskóli Kópavogs er í björtu og persónulegu og húsnæði. Hátt til lofts, gott rými og frábært útsýni yfir Esjuna. Skólinn hefur starfað í 32 ár og nemendur skólans í kringum 800 yfir árið, nánar um skólann
Deildir í Skólanum
Deildir skólans: Börn og unglingar. Akrýl- og Olíumálun byrjendur og framhald. Módelmálun, Listmálunnartækni Gömlu Meistaranna og Frjáls Málun. Vatnslitamálun byrjendur og framhald einnig Vatnslitun Eldri borgara og Frjáls Vatnslitamálun. Teiknun byrjendur og framhald með módelteiknun. Leirmótun byrjendur og framhald og leirmótun og rennsla. Pappamassagerð á sumarnámskeiðum.
Kennarar Skólans
Við skólann starfar frábært lið af kennurum sem hafa breiða þekkingu og mismunandi kennsluaðferðir, nánar um kennara
Fylgdu okkur á Instagram
Barna- og unglinganámskeið
Myndlistaskóli Kópavogs er með námskeið í boði fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-15 ára.