Myndlistarskóli Kópavogs

SKOÐA NÁMSKEIÐ

COVID 19

Barna- og unglingaámskeiðin fara aftur af stað frá og með miðvikudeginum 18. nóvember. Samkvæmt nýjustu fréttum um sóttvarnir geta börn og unglingar mætt núna á sínum venjulega tíma. Fullorðinsnámskeiðin eru ennþá eftir sérstökum COVID reglum. Hver og einn hópur fær sína stundarskrá.   

Haustnámskeið 2020

Myndlistaskóli Kópavogs aðlagar sig að breyttum aðstæðum í tengslum við COVID 19. Barna- og unglinganámskeið eru farin af stað samkvæmt stundaskrá. Fullorðinsnámskeiðin sem eru í gangi hafa smátt og smátt farið af stað eftir því sem rými leyfir, sem lítur að sóttvarnarreglum hverju sinni.
HÉR um reglur skólans.
Myndlistarskóli Kópavogs er í björtu og persónulegu og húsnæði. Hátt til lofts, gott rými og frábært útsýni yfir Esjuna. Skólinn hefur starfað í 32 ár og nemendur skólans í kringum 800 yfir árið. Frábærir kennarar með breiða þekkingu.

Hugsjón skólans

Hugsjón skjólans er að nemendur finni að þeir eru alltaf velkomnir í notalegt vinnuumhverfi. Við leggjum áherslu á persónuleg samskipti og persónulegt umhverfi. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að nemendum okkar líði vel í skólanum. Við trúum því að það sé mikilvæg undirstaða fyrir frelsi og öryggi í sköpun.