Myndlistarskóli Kópavogs

SKOÐA NÁMSKEIÐ

COVID 19

Samkvæmt nýjustu fréttum um sóttvarnir verður Myndlistarskóla Kópavogs lokað í tvær vikur í viðbót, frá 7. október til  4. nóvember. Með fyrirvara um framhaldið.  Námskeiðið mun framlengjast um fjórar vikur..

Haustnámskeið 2020

Haustnámskeiðin í Myndlistarskóli Kópavogs eru byrjuð ennþá nokkur pláss laus. Við erum með námskeið fyrir Börn, Unglinga og Fullorðna. Í boði eru námskeið fyrir fullorðna í Olíumálun, Vatnslitamálun, Leirmótun og Teiknun. Einnig eru styttri námskeið í Pappamassagerð. Barna og unglinganámskeiðin samanstanda af teiknun, málun og mótun.
Skólinn framfylgir sóttvarnareglum varðandi Covid 19. Nánari upplýsingar
HÉR um reglur skólans.
Myndlistarskóli Kópavogs er í björtu og persónulegu og húsnæði. Hátt til lofts, gott rými og frábært útsýni yfir Esjuna. Skólinn hefur starfað í 32 ár og nemendur skólans í kringum 800 yfir árið. Frábærir kennarar með breiða þekkingu.

Hugsjón skólans

Hugsjón skjólans er að nemendur finni að þeir eru alltaf velkomnir í notalegt vinnuumhverfi. Við leggjum áherslu á persónuleg samskipti og persónulegt umhverfi. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að nemendum okkar líði vel í skólanum. Við trúum því að það sé mikilvæg undirstaða fyrir frelsi og öryggi í sköpun.