Um skólann

Myndlistarskóli Kópavog

Myndlistarskóli Kópavogs er staðsettur í Austurbæ Kópavogs, nánar tiltekið að Smiðjuvegi 74. Skólinn er í björtu og fallegu húsnæði, með stórkostlegt útsýni yfir Esjuna. Boðið er upp á 40 námskeið á haustin og vorin. Kennarar eru 16. Myndlistarskóli Kópavogs er með námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig eru námskeið fyrir eldri borgara. Sumarnámskeið er fastur liður í skólanum.

Saga skólans

Segja má að það marki upphaf Myndlistarskóla Kópavogs þegar tveir myndlistarkennarar, Sigríður Einarsdóttir og Sólveig Helga Jónasdóttir, fóru á fund bæjaryfirvalda í Kópavogi til að leita stuðnings við stofnun myndlistaskóla í bænum. Þær voru báðar fullvissar um að Kópavogur þyrfti ekki síður á slíkum skóla að halda en tónlistarskóla og leikfélagið, sem þegar voru starfandi í bænum. Bæjaryfirvöld tóku erindi þeirra vel og hvöttu þær til dáða og haustið 1988 stofnuðu þær Myndlistarskóla Kópavogs. Nánar um sögu skólans hér

Hugsjón skólans

að nemendur finni að þeir eru alltaf velkomnir í notalegt vinnuumhverfi. Við leggjum áherslu á persónuleg samskipti og persónulegt umhverfi. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að nemendum okkar líði vel í skólanum. Við trúum því að það sé mikilvæg undarstaðan fyrir frelsi og öryggi í sköpun.

Markmið skólans

að kenna helstu grundvallaratriði myndlistar - að auka færni einstaklingsins til myndsköpunar - að gefa nemendur tækifæri til að njóta sköpunarhæfileika sinna - að gefa nemendum færi á að verða meðvitaðri á myndrænan boðskap með skapandi starfi og tengslum við listasöguna.

Skólastjórar skólans

Skólastjórar skólans eru Erla Huld Sigurðardóttir og Sigríður Einarsdóttir

Kennarar skólans

Við skólann starfar frábært lið af kennurum sem hafa breiða þekkingu og mismunandi kennsluaðferðir. Kennarara skólans:

Rekstrarstefna skólans

Rekstrarstefna skólans er fastmótuð. Skólinn er rekinn með námskeiðsgjöldun og styrkjum. Allt frá stofnun skólans lögðu stjórnendur á það áherslu að fara aldrei fram úr fjárhaldsáætlun og standa í skilum við alla þá aðila sem hann hafði viðskipti við og hefur það gengið eftir.