Listmálarinn Svanborg Matthíasdóttir
Eftir stúdentspróf frá MR, enskunám við HÍ og ítðlskunám í Perugia og Flórens á Ítalíu stundaði hún nám við málaradeild MHÍ og útskrifaðist þaðan 1985. Síðan stundaði hún framhaldsnám í málaralist við Jan VAn Eyck Akademíuna í Maastricht í Hollandi á árunum 1985-1987 þar sem hún naut handleiðslu Rene daniels, Marlene Dumas og Marinu Abramowich. Svanborg lauk námi til kennsluréttinda á framhaldsskólastigi frá HÍ 2001.
Menntun og reynsla
Við heimkomuna frá Hollandi árið 1988 hóf hún að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík (til 2002) og Myndlista og Handíðaskóla Íslands (til 2000) þar sem hún starfaði síðustu fjögur árin sem deildarstjóri málaradeildar. Hún vann ýmis umsjónar- og kennslustörf við Listkennsludeild LHÍ á árunum 2002 til 2012.
Árið 2000 hóf hóf Svanborg að kenna málun við við Myndlistarskólann í Kópavogi og hefur kennt þar nær óslitið síðan.
Sýningar og verk
Svanborg hefur haldið stöku einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgun samsýningum á málverkum og bókverkum (frá árinu 2008) bæði hér heima og erlendis.
Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs
Svanborg kennir framhaldsnámskeið í olíumálun fyrir fullorðna.
Svanborg hefur kennt í Myndlistarskóla Kópavogs frá árinu 2000