Sigríður "Bíbí"

Listamaðurinn Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir

Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir "BÍbí" fæddist í Danmörku árið 1969 þar sem hún bjó fyrstu þrjú árin en ólst síðar upp á Íslandi.

Menntun og reynsla

Eftir stúdentspróf stundaði Sigríður nám við keramikdeild Myndlista- og handíðaskólia Íslands árin 1996-1998. Sigríður fór sem skiptinem til Spánar árið 1998 í Iðnhönnun í Escola Massana, Centre d'art í Disseny í Barcelona og lauk þaðan námi 2002. Árið 2011 lauk hún kennslufræði til kennsluréttinda frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Sigríður bjó í Barcelona í 12 ár þar sem hún var m.a. með eigið keramikverkstæði og hóf þar framleiðslu á eigin vörulínu. Árið 2009 varði Sigríður þremur mánuðum á vinnustofu Uganda keramiks í Úganda í Afríku. Sigríður hefur sótt hin ýmsu námskeið og má þar nefna keramikmótun við Davinci escola í Barcelona og hér heima sótti hún námskeið Frá hugmynd að veruleika við Háskóla Íslands 2011 og ári síðar námskeiðið Brautargengi hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Sýningar og verk

Vefsíða Sigríðar : https://www.bybibi.is/

Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs

Sigríður kennir börnum teiknun, málun og mótun.

Vefsíða Sigríðar : https://www.bybibi.is/