María

Listamaðurinn María Arnardóttir

María ólst upp í Reykjavík. Hún hefur unnið á ýmsum sviðum listarinnar og sýnt verk sín í Hollandi, Venesúsela, Portúgal og New York.

María Arnardóttir er listakona sem vinnur á jaðri sviðslista og innsetninga. Hún hefur námsreynslu í tónlist, myndlist, keramiki, hönnun og sviðslistum. Leikgleði, efniskennd og sköpunarferli tekur hún fram yfir niðurstöður og útkomur. Hún hefur sýnt sóló- og samstarfsverk bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. María hlaut BA í myndlist og hönnun úr Gerrit Rietveld Academie árið 2016 og MFA í sviðslist úr Listaháskóla Íslands 2019. Hún lauk áfanganámi á BA-stigi af keramikbraut frá Myndlistarskólanum í Reykjavík árið 2022. María hefur kennt börnum og unglingum í Myndlistaskóla Kópavogs.

Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs

María kennir Leirmótun fyrir byrjendur í Myndlistaskóla Kópavogs.