Margrét Jóns

Listamaðurinn Margrét Jónsdóttir

Menntun og reynsla

Margrét hefu starfað að myndlist í rúm 40 ár og haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis . Stundar kennslu við grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs , unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu, einnig gert upp nokkur hundruð ára hús í Frakklandi.

Margrét er fædd í Reykjavík 1953 og stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands og er með diplómu í frjálsri myndlist, diplómu í grafískri hönnum, masternám við Central Saint Martins College of Arts and Design í London og diplomu frá Kennaraháskóla Íslands . Hún hefur unnið við marga miðla myndlistarinnar enda með langa og víða menntun á mörgum sviðum ásamt margra áratuga reynslu

Síðastliðin 10 ár hefur hún unnið mikið með vatnsliti og hefur vakið athygli fyrir vatnslitamyndir sínar af fuglum.

Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs

Margrét kennir vatnslitamálun fyrir byrjendur og framhaldsnemendur.

Margrét hefur kennt í Myndlistarskóla Kópavogs mörg ár.