Helga

Listamaðurinn Helga Sigurðardóttir

Bakgrunnur minn sem listamaður liggur í fjölda námskeiða í Myndlistaskóla
Kópavogs frá árunum 1992 til 2015. Má þar nefna námskeið í leirmótun, vatnslitun,
olíumálun, módelteikningu, pappamassa, málstofu, auk tveggja masterclass
námskeiða.


Árið 2015 útskrifaðist ég með BA gráðu í Listfræði frá HÍ og árið 1986 með BS gráðu í
sjúkraþjálfun.


Ég er ein af rekstraraðilum Art Gallery 101 á Laugavegi 44 og hef verið þar með
vatnslitaverk, olíuverk og ljósaskúlptúra úr pappamassa. Á árunum 2002 til 2005 rak
ég Gallerý 5 ásamt 4 öðrum listamönnum.


Í 60. tölublaði International Artist Magazine var birt 10 bls. grein um listsköpun mína.
Ég er með vinnustofu að Smiðjuvegi 74 ásamt 4 öðrum listamönnum.
Ég hef haldið og tekið þátt í fjölda myndlistasýninga.

Sýningar og verk

2002 – Lækjarás - Reykjavík – einkasýning - vatnslitir

2002 - Gallerý 5 - Reykjavík – samsýning - vatnslitir

2004 – Gallerý 5 – Reykjavík – samsýning - vatnslitir

2005 – “Natobase” - Keflavík - samsýning - vatnslitir

2005 - Vor undir jökli - Hellnar, Snæfellsnes – samsýning - vatnslitir

2005 - List án landamæra - Lækjarás - Reykjavík – samsýning - vatnslitir

2005 - Remax - Reykjavík -  samsýning - vatnslitir

2005 - Orkuflæði lands og fjalla – Saltfisksetrið Grindavík – einkasýning - vatnslitir

2005 - Orkuflæði lands og fjalla - Café easy – Reykjavík –  einkasýning - vatnslitir

2006 – Orkuflæði – Mubla – Kópavogur – samsýning - olíulitir

2006 - Tvær i einu höggi - Art-Iceland.com - samsýning - vatnslitir

2006 - 40A 42D – Reykjavík – samsýning - olíulitir

2007 - Miðstöð símenntunar - Hafnarfjördur - samsýning - olíulitir

2007 - Mar - Art-Iceland.com - Reykjavík – einkasýning – olíulitir

2007 - Mar - Thorvaldsen Bar - Reykjavík - einkasýning – olíulitir

2007 - ART 11 – Kópavogur – samsýning – olíulitir

2008 – Hústaka – Kópavogur -  samsýning ART 11 - olíulitir

2008 – Blátt og bleikt – Saltfiskssetrið Grindavík -  einkasýning – vatnslitir og olíulitir

2009 – Blátt og bleikt – Lækjarás- Reykjavík – einkasýning – vatnslitir og olíulitir

2010 – Fruss og Flæði – Listasal Iðu – Reykjavík – einkasýning

2010 – Fruss og Froða – Sjoppan – Reykjavík – einkasýning

2010-2011 Meira Frusss og Flæði – Eldhrímnir- Reykjavík - einkasýning

2011– Eldrautt - Lækjarás - Reykjavík - einkasýning - vatnslitir og olíulitir

2012 - Eldrautt - Café easy - Reykjavík - einkasýning - vatnslitir og olíulitir

2014 - Um Býflugurnar og Blómin - Anarkía - einkasýning - ljósaskúlptúrar og vatnslitir

2015 - Um Býflugurnar og Blómin - Dalakaffi - Blómstrandi dagar - einkasýning - ljósaskúlptúrar ,vatnslitir og olía

2016 -  Dutch Design Week - NyVidd Dutch Design Week 2016 Eindhoven -  samsýning - ljósaskúlptúrar

2016 - Japönsk samsýning - Piramal Museum of Art - Mumbai - ljósaskúlptúrar

2017 - Spíralar og Sprengingar - Turninn við Smáratorg - ljósaskúlptúrar,vatnslitir og olía

2018 – Eilíft Blik – Safnaðarheimili Kópavogskirkju - vatnslitir, olíulitir og ljósaskúlptúrar

2019 – Art67 – samsýning -  vatnslitir á striga

2019 – The 1st International Watercolor Exhibition and Festival og IWS Finland 2019

2022 – Art Nordic 2022– Kaupmannahöfn samsýning með Art Gallery 101 – olíulitir á ál

Helga kennir Vatnslitamálun í Myndlistarskóla Kópavogs