Elín

Elín Sigurðardóttir

Elín hefur kennt undanfarin sumur börnum og unglingum hvernig hægt er að nota spjaldtölvur á listrænan hátt, t.d. með gerð styttri teiknimynda. Einnig eru spjaldtölvurnar notaðar til að taka myndir út í náttúrunni t.d. af plöntum sem nemendur teikna og mála eftir. Elín hefur einnig kennt vefsíðugerð fyrir fullorðna í skólanum.

Elín er menntuð sem Atvinnulífsfræðingur með fókus á mannauð, verkefnastjórnun og menningarfélagsfræði. Bachelor of Social Science in Work Science 2002-2005 í Malmö Högskola og Lunds Universitet. Elín hefur einnig tekið þátt í myndlistarnámskeiðum í Myndlistarskóla Kópavogs, Myndlistarskóla Reykjavíkur ásamt öðrum námskeiðum í Bandaríkjunum.

Elín hefur mikinn áhuga að hjálpa listamönnum, frumkvöðlum og þeim sem eru að taka fyrstu skrefin að markaðssetja vöru/listaverk eða þjónustuog vilja læra að gera og viðhalda eigin vefsíðu. Vefsíða sem verður þeirra eigin . Vefsíða sem er létt að breyta og uppfæra.

Sýningar og verk

Elín

Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs

Elín kennir börnum og unglingum á sumarnámskeiðum að nýta spjaldtölvu til þess að skapa á listrænan hátt.