Daði

Listamaður Daði Guðbjörnsson

Daði stundaði störf til sjós, aðalega þó til lands og lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði, nám í „Myndlista og handíðaskóla íslands“ 1976-80; áður verið nemandi í nokkur ár í „Myndlistaskóla Reykjavíkur“. Hann lauk námi með útskrift úr Nýlistadeild 1980. Daði var á Akademíuni í Amsterdam veturin 1983-84.

Menntun og reynsla

Daði útskrifaðist frá Listaakademíunni í Amsterdam árið 1984 en áður hafði hann lokið námi frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976-80. Myndlistaskóli Reykjavíkur 1969-76.

Daði hefur eingöngu starfað við myndlist frá námslokum og verið áberandi í íslensku listalífi. Jafnframt eigin listsköpun hefur hann setið í safnráði Listasafns Íslands og verið formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Einnig kenndi hann myndlist í þrettán ár.

Sýningar og verk

Fyrstu einkasýningu sína hélt Daði árið 1980 í Gallerí Suðurgötu 7 og eru þær nú orðnar vel á fimmta tug. Daði hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga semog listamannahópum s.s. Gullpenslinum og Akvarell Island en báðir hóparnir hafa sýnt alloft hér heima og erlendis. Verk Daða hafa einnig verið valin til sýninga s.s. á sýninguna Málverkið eftir 1980 í Listasafni Íslands árið 2006, en markmið hennar var að varpa ljósi á nýja málverkið, og á sýninguna Blæbrigði vatnsins sem var fyrri hluta ársins 2010 í Listasafni Reykjavíkur en á henni var sjónum beint að vatnslitum í íslenskri myndlist 1880-2010. Daði hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun listamanna, bæði frá Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu. Mörg listasöfn s.s. Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafnið, Listasafn Reykjanesbæjar og Listasafn Akureyrar eiga verk eftir Daða.


Kennsla í Myndlistarskóla Kópavogs

Daði kennir teiknun og  í vatnslitamálun fyrir fullorðna.

Vesíða Daða http://www.dadilisto.blog