Athugið að skráning á sumarnámskeiðin 2022 er í gangi. Sumarnámskeiðin byrja 7. júní. Skoða námskeiðin fyrir neðan.

Sumarnámskeið 2022

Fyrir börn, unglinga og fullorðna

Skrá á Námskeið

Hvað læra nemendurnir í Leirmótun í skólanum

Á námskeiðinu Leirmótun fyrir byrjendur læra nemendurnir að tileinka sér nokkrar aðferðir leirmótunar t.d. kúluaðferð,  plötuaðferð og pulsuaðferð og  fá nemendur tækifæri til að prófa að renna á rennibekk. Búið til einfalt gifsmót, og hlutir steyptir með steinleirsmassa. Nemendur  vinna eitt verk út frá eigin hugmynd í lokinn. Lögð áhersla á hugmyndavinnu í öllum verkefnum. Gerðar tilraunir með glerunga.

Á framhaldsnámskeiðinu í Leirmótun vinna nemendur verk eftir verkefnum út frá eigin hugmyndum gæti verið skúlptúr, nytjahlutur, hlutur sem er renndur og unnið með áfram eða mótuð gifsform. Lögð áhersla á skissuvinnu, hugmyndavinnu og markviss vinnubrögð. Gerðar tilraunir með glerunga og reykbrennslu. Skoðuð verk eftir nokkra leirlistamenn og vinnubrögð þeirra.

Á Rennslunámskeiðum skólans læra nemendur undirstöðuatriði í rennslu. Lögð er áhersla á skissuvinnu, hugmyndavinnu og markviss vinnubrögð. Gerðar tilraunir með leirliti og glerunga. Skoðuð verk eftir nokkra leirlistamenn og vinnubrögð þeirra. Hlutir hrábrenndir í 960°C og glerjaðir í 1280°C.

Sumarnámskeið í boði fyrir börn, unglinga og fullorðna

Sumarnámskeiðin byrja 7. júní og verða til 31. júní. Í boði eru námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Námskeið fyrir fullorðna í olíumálun, vatnslitamálun, teiknun, skissubókavinnu og pappamassagerðarnámskeið. Teiknað málað og mótað á barnanámskeiðunum. Athugið Safari vafrinn virkar ekki vel.