Frístundastyrkur

Athugið að ekki er hægt að sækja um frístundastyrk fyrir námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs nema hafa fengið staðfest pláss á námskeiðinu í skólanum.

Frístundastyrkur Kópavogur

Kópavogsbær veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5 -18 ára með lögheimili í Kópavogi frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Frá og með 1. janúar 2023 er styrkurinn 56.000 krónur á barn á ári. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina/námskeiða. Nánari upplýsingar um frístundastyrk Kópavogs hér

Frístundakort Reykjavík
Reykjavík veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 6–18 ára með lögheimili í Reykjavík frístundastyrk. Styrkurinn er 75.000 krónur á ári og hægt er að greiða niður allan eða hluta af  námskeiðsgjöldum barnsins. Nánari upplýsingar um frístundastyrk Reykjavíkur
hér

Frístundastyrkur Hafnarfjörður
Hafnarfjörður styrkir börn 6–18 ára sem eru skráð á námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs. Hægt að skrá í gegnum Sportabler. Styrkurinn 4.500 kr. á mánuði og er dreginn frá þátttökugjöldum í hverjum mánuði. Félögin mega vera innan eða utan Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar hér.

Hvatapeningar Garðabær
Hvatapeningar ársins 2023 eru 55.000 krónur á barn. Öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2005-2018. Nánari upplýsingar hér