Upplýsingar varðandi COVID-19

ALMENNT

Myndlistaskóli Kópavogs aðlagar sig að breyttum aðstæðum í tengslum við COVID 19. Samkvæmt nýjustu fréttum um sóttvarnir fara Barna- og unglingaámskeiðin aftur af stað frá og með miðvikudeginum 18. nóvember. Mæta þau á sínum venjulega tíma. Fullorðinsnámskeiðin eru ennþá eftir sérstökum COVID reglum. Hver og einn hópur fær sína stundarskrá

Við byrjum smátt og smátt með fullorðinsnámskeiðin, eftir því sem rými leyfir, sem lítur að sóttvarnarreglum hverju sinni. Við erum að púsla saman fullorðinshópunum og taka inn hópa eftir því hvað plássið leyfir. Við munum hafa samband við hvern og einn, þegar við getum úthlutað plássi. Með fyrirvara um framhaldið.

Barna- og unglinganámskeiðin eru farin af stað samkvæmt stundaskrá.

TIL NEMENDA

Hver og einn nemandi ber ábyrgð á að halda fjarlægðamörk (2 metrar) og reglur um nánd, handþvott og sprittun. Mikilvægt er að allir leggist á eitt.

Skólinn sér um að sótthreinsa sameiginlegt rými, eins og stigahandrið, lyftu o.s.fv.

Hver stofa er með handsápu, sótthreinsibrúsa og pappírsþurrkur. Við hvetjum hvern og einn til að þvo sér með handsápu og spritta áður enn tíminn byrjar.

Vinsamlega komið með ykkar eigin grímur.

TIL FORRÁÐAMANNA BARNA OG UNGLINGA

Þegar komið er með börn eða þau eru sótt  biðjum við ykkur um að virða fjarlægðarmörk og á það sérstaklega við ingöngu á þriðju hæð. Við munum taka á móti börnunum við innganginn þar.

Hlífðarfatnaður: Skólinn hefur hingað til útvegað hlífðarfatnað fyrir börnin en vegna aðstæðna biðjum við foreldra að senda börnin í þar til gerðum hlífðarfatnaði t.d. gömlum skyrtum af foreldrum.

KENNARAR

Hver og einn kennari ber ábyrgð á að halda fjarlægðamörkin í kaffitímanum þar sem hópar eru misstórir og missmunandi reglur eiga þá við.